Íslendingaspilin 1974

Útgefandi:  Þórarinn Þórarinsson fyrrum skólastjóri á Eyðum
Útgáfuár:  1974
Prentun:  ASS Leinfelden, Vestur-Þýskalandi
Hönnun/Teikning:  Halldór Pétursson listmálari
Texti á spili:  Enginn texti á spilabaki
Mynd á spili:  Ormar sem hringa sig saman
Bök & Litir:  2 spilabök, rautt og blátt


Það eru til tveir spilastokkar af þessum spilum í safninu, báðir ónotaðir og í sitthvorum litnum.

Þessi spil eru ekki venjuleg spil heldur eru þau ætluð til kennslu. Það eru 15 tegundir af spilum í spilastokknum og 4 spil af hverri tegund. Hugmynd Þórarins með útgáfu spilastokkanna var að glæða áhuga barna og unglinga á sögu þjóðarinnar.

Tegundir spila eru þessar (4 spil í hverri tegund):

Hirðskáld
Sagnritarar
Landnámsmenn
Siðaskiptamenn
Fjölnismenn
Konungar
Listamenn
Afreksmenn
Fyrstu Biskupar
Þjóðskáld
Þjóðfrelsismenn
Endurreisnarmenn
Höfðingjar á 13.Öld
Heimasjórn
Kvenskörungar

Í spilastokknum er eitt aukaspil með spilareglum á og eitt spjald með Leiðréttingu á.

Leiðrétting:
Vísan, sem tilfærð er á spili Eggerts Ólafssonar er eftir Jón Ólafsson ritstjóra og skáld.

Spilareglur:
Íslendingaspilin eru með 60 nöfnum og upplýsingum um jafnmarga Íslendinga frá upphafi landnáms og fram á 20. öld.  Spilunum er skipt í 15 samstæður, og í hverri eru fjórir Íslendingar, sem gengt hafa svipuðu hlutverki í sögunni, t. d. fjórir landnámsmenn, fjórir sagnritarar o. s. frm.
Konungasamstæðan er undantekning.
Heiti samstæðunnar er efst á hverju spili, neðar kemur svo nafn, mynd og lesning um einhvern þeirra fjögurra, sem eru í samstæðunni.  Neðst á spilinu eru svo nöfn hinna þriggja, er samstæðuna mynda. – (Mynd af Fjölnismanninum Brynjólfi Péturssyni hefur ekki fundist. Á spili hans er mynd af stúdentagarðinum í Kaupmannahöfn.
Eftir að spilin hafa verið stokkuð og gefin á venjulegan hátt, hefst spilið á því, að sá meðspilaranna, sem er í forhönd, biður einhvern meðspilaranna um spil í tilgreindri samstæðu, t. d. landnámsmann, sagnritara o. s. frv., og er skyldugt að láta umbeðið spil af hendi, ef það er til. Þannig heldur spyrjandinn áfram, uns hann biður um spil, sem ekki er til, og missir hann þá réttinn til að spyrja áfram, en sá öðlast hann sem spurður var og ekki átti spilið til.  (Sjá viðbótarreglur).
Þannig er haldið áfram, uns öll spilin eru gengin upp, og vinnur sá spilið, sem tekist hefur að safna flestum samstæðum.
Þegar komin er samstæða á hönd, má leggja hana niður á borðið, svo að ekki þurfi að óttast að verða að láta hana af hendi, þar sem skyldugt er að afhenda þau spil, sem um er beðið.
Vibótarreglur:  Spilið má þyngja og jafnframt gera það lærdómsríkara, með því að ákveða í upphafi, að tilgreina þurfi nafn þess manns í samstæðunni, sem beðið er um.  Enn má þyngja spilið með því, að ekki þurfi að afhenda umbeðið spil, nema sá, sem um það biður, geti sagt eitthvað um efni þess.

No comments yet.

Leave a Reply