Í bókinni “Alfræðibókin um skák A-Ö” sem var gefin út árið 1988 stendur orðrétt:
TAFLMANNASPIL. Spil með teikningum af taflmönnum sem Tryggvi Magnússon gerði og fyrst voru seld á Íslandi árið 1937. Gefin voru út tvenn spil (sett) og sín gerðin í hvorum pakka. Á baki spilanna voru myndir af taflborði og taflmönnum (St. Georg-taflmenn). Spilin voru prentuð hjá Universal Playing Cards Co. í Leeds og eru afar vönduð og vel gerð.
Í öðrum heimildum sem ég hef fundið um þessi spil þá er sagt að þau hafi verið gefin út árið 1942. í bókinni “Saga spilanna” eftir Guðbrand Magnússon sem gefin var út árið 1978 kemur fram að spilin hafi verið gefin út árið 1942 og við þá heimild hefur verið stuðst þegar fjallað er um þessi spil
Spilin voru gefin út í tveimur litum, tveir stokkar í setti, annar stokkurinn var blár/hvítur en hinn rauður/hvítur
Ég á til spilabök úr þessum spilastokkum en mig vantar heila spilastokka í safnið mitt.
No comments yet.