Muggs spilin 1923 og 1976

Útgefandi: Bjarni Þ. Magnússon
Útgáfuár: 1923
Prentun: Altenburg í Þýskalandi
Hönnun/Teikning: Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) teiknaði þau árið 1922
Texti á spili: Enginn
Mynd á spilabaki: Gullfoss
Bök & Litir: Bleikt og grænt


Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) teiknaði þessi spil árið 1922. Þau voru gefin út haustið eftir og voru prentuð hjá Altengburg í Þýskalandi.  Þau voru þá gefin út sem bæði sem Íslensk whist spil no.1, og Íslensk l´hombre spil no.1.

Á hjartasjöunni er textinn Öll réttindi áskilin, Bjarni Þ. Magnússon, Reykjavík.  Á ásunum eru tvær landslagsmyndir: Þingvellir-Reykjavík, Snæfellsjökull-Ísafjörður, Goðafoss-Akureyri og Hallormsstaður-Seyðisfjörður.

Í spilasafninu eru til tveir stokkar frá árinu 1923 í sitthvorum litnum,  einnig er til í safninu stokkur úr prentun frá 1976, þá var það Ingunn Jónsdóttir, systurdóttir Guðmundar Thorsteinssonar sem gaf spilin út. Ingunn fékk spilapakka lánaðann á Þjóðmynjasafni Íslands og lét prenta eftir honum hjá ASS spilaverksmiðjunni í Vestur-Þýskalandi. Sumt af þeim var með Gullfoss myndinni á bakinu eins og upprunalegu spilin en sum spilin voru með einlitum bökum.

Hér á ég eftir að setja inn meiri fróðleik um þessi spil ásamt myndum af þeim.

Hér fyrir neðan sérð þú myndir af spilum frá árinu 1976.

Í ágúst 2014 bættust í safnið tveir spilastokkar úr fyrstu prentun frá árinu 1923.  Þeir stokkar heita Íslensk l´hombre spil nr.1.  Ennþá vantar í safnið hina útgáfu stokkanna, Íslensk whist spil no.1.
Hér fyrir neðan eru myndir af þeim spilum sem eru í safninu.

No comments yet.

Leave a Reply