ÍR spilin voru prentuð hjá Ísafoldarprentsmiðju árið 1935 fyrir Íþróttafélag Reykjavíkur og komu þau út um svipað leyti og Uglu spilin sem voru einnig prentuð hjá Ísafoldarprentsmiðju. Sama fyrirtæki stóð að útgáfu þeirra spila. Það var fyrirtækið Þórður Sveinsson & Co h/f. sem gaf spilin út og var með söluumboðið.
Spilin komu með tveimur bökum, blá/hvít og brún/hvít
Á mannsspilunum eru sömu myndir og á Uglu spilunum, en á ásum og baki eru íþróttamyndir, alls 13 myndir. Á hverjum ási eru tvær myndir, spilið skiptist í tvennt um miðju og er sitthvor myndin á hvorum helmingi. Á spilabakinu eru svo 5 myndir.
Á loki spilapakkans stendur: Þórður Sveinsson & Co., h.f. Reykjavík
Ég á til eitt spilabak af ÍR spilunum sem ég fékk hjá Rósu spilasafnara á Akureyri, Mynd af spilabakinu kemur hér þegar ég er búinn að skanna það inn.
No comments yet.