Útgefandi: S&B Ólafsson
Útgáfuár: 1987
Prentun: Kassagerð Reykjavíkur
Hönnun/Teikning: ?
Texti á spili: Tölustafir
Mynd á spili: Engin
Bök & Litir: Gult bak
Árið 1987 hóf fyrirtækið S&B Ólafsson útgáfu á Lottó spilunum sem höfðu þann tilgang að hjálpa fólki að velja lottótölur af handahófi. Hér er um að ræða spilastokk með 32 spilum í og er hvert spil merkt með einni tölu frá 1 upp í 32. Lottó spilin voru framleidd á Íslandi, prentunin fór fram í Kassagerð Reykjavíkur. Spilin eru heldur minni en hefðbundin spil og er stærð þeirra 5×7 cm. Spilin eru innpökkuð í pappaöskju, þau eru plasthúðuð og auðvelt er að stokka þau.
Árið 1991 sendi Júlíus Júlíusson á Dalvík bréf til Bjarna Ólafssonar útgefanda Lottó spilanna og spurðist fyrir um þau. Hann fékk sent til baka bréfið sem er hér fyrir neðan.
Hér fyrir neðan eru myndir af spilastokk úr þessu fyrsta upplagi af Lottó spilunum sem um ræðir í bréfinu. Á þessum spilum eru hornin rúnuð og letrið svart. Þessi spilastokkur er til í safninu mínu og ég get staðfest það sem Bjarni segir í bréfinu um að spilin séu ekki öll jafn stór vegna þess hvernig hornin hafa misskorist. Spilabakið er gult að lit.
Mig vantar í safnið spilastokk úr seinna upplaginu, þann sem hefur köntuð horn og gula tölustafi. Ef einhver á þann stokk og má missa þá má hinn sami endilega hafa samband við mig.
Á myndinni hér fyrir neðan sést greinilega hvernig hornin á spilunum hafa misskorist.
Eftirfarandi tilkynning birtist í Morgunblaðinu 24.05.1987
Eftirfarandi tilkynning birtist í Dagblaðinu Vísi þann 26.05.1987 og 30.05.1987
No comments yet.