Tíðkast hefur hjá spilasöfnurum erlendis að flokka spil eftir ástandi þeirra. Allir spilasafnarar ættu að hafa þessa flokkun til hliðsjónar við söfnun sína.
Til þess að hægt sé að verðmeta spil og spilastokka þá þarf fyrst að flokka þá eftir ástandi. Verð ræðst svo af ástandi og einnig eftir því hversu sjaldgæfur stokkurinn er.
Mikill verðmunur getur verið á tveimur eins spilum/stokkum ef annar er notaður og slitinn en hinn er ónotaður og lítur óaðfinnanlega út. Samkvæmt flokkunarkerfinu er hægt að setja spil í 6 flokka eftir því hvernig ástandi þeir eru í. Hér fyrir neðan eru þeir flokkar sem um ræðir.
Sem nýr:
Heill stokkur, ónotaður, öll spil til staðar, þar með talið jóker og auka spil, allt í upphaflegum umbúðum eins og beint frá útgefanda. Umbúðir geta verið óopnaðar og innsiglaðar, eða aðeins athugaður stokkur. Innsigli gæti verið órofið eða til staðar.
Lítt snertur:
Heill stokkur, ekkert slit eða sýnileg merki um notkun. Eðlilega öll spil til staðar í upphaflegum kassa, sem sýnir ekkert slit og er nær fullkominn. Innra plast farið utan af spilum.
Afar góður:
Heill stokkur sem hefur verið lítillega notaður, en er mjög góður. Sniðgylling heil þar sem það á við, prýðis góð spil.
Góður:
Heill spilastokkur sem sér á en ekkert spil vantar í, nokkur merki um langvarandi spilamennsku. Engin brot eða ójöfnur í spilum. Spilin eru ekki bólgin og komast með góðu móti í upphaflega kassann.
Lakari:
Spilastokkur sem er ekki nógu góður til að falla inn í ofantalda flokka, að öllum líkindum myndu fleiri en eitt spil hafa einhvern af eftirfarandi göllum, brot, köguð horn, óhrein, bólgin eða með ójöfnum.
Gallaður:
Spilastokkur úr flokkunum Góður til Sem nýr , en hefur þann alvarlega galla að það vantar spil í stokkinn eða spil í stokknum eru skemmd, kassinn er skemmdur eða hann vantar.
Hér er enska útgáfan af flokkuninni.
-As Issued: A complete deck, in mint condition, with all cards, jokers and extra cards contained in the original packaging when first distributed for sale. It might be unopened packaging when first distributed for sale. It might be unopened or carefully opened for examination, but not necessarily unbroken, would be attached.
-Mint: A complete deck showing no signs of use. Normally all cards would be present as would the original box in mint or near mint condition. The inside wrapper would not be there.
-Excellent: A complete deck that has been occasionally used, but still in first class condition. Gold edges would still be intact and you would be proud to use this deck in your game.
-Good: A complete deck showing signs of repeated use, but still usable. There would be no serious creases or bent/broken corners. The deck would not be swollen or misshapen and would fit comfortably into the original box.
-Poor: A deck not good enough to fit into one of the above categories. It likely would have at least one of these serious faults – bent or broken corners, bad creases, heavy soiling, etc.
-With Faults: A deck in one of the good to as issued categories, but with serious faults such as a missing or damaged card or a damaged, incomplete or missing box.