Gefnir voru út sérstakir Alþingishátíðarpeningar í tilefni af Alþingishátíðinni 1930 þar sem minnst var eitt þúsund ára afmæli Alþingis Íslendinga.
Listamennirnir Einar Jónsson, Baldvin Björnsson, Tryggvi Magnússon og Guðmundur Einarsson frá Miðdal hönnuðu útlit peninganna og þeir voru slegnir í Þýskalandi. Söluverðið var höggvið í röndina á þeim, 2 kr., 5 kr., og 10 kr. en þeir voru aldrei gerðir að gjaldgengri mynt. Þó var tekið sérstaklega fram í lögum um þessa minnispeninga að hægt væri að breyta þeim í lögeyri með konungsúrskurði.
Hér eru nánari upplýsingar um þessa mynt www.ferlir.is
No comments yet.