Útgefandi: Haraldur Jóhannesson bankafulltrúi í Reykjavík
Útgáfuár: 1943 og 1944
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja
Hönnun/Teikning: Eggert Guðmundsson listmálari
Texti á spili:
Mynd á spili: sjá myndir hér fyrir neðan
Bök & Litir: Á 1.útgáfu árið 1943 voru tvö bök, annað var blátt en hitt rauðbrúnt. Á 2.útgáfu árið 1944 voru líka tvö bök, annað var grænt en hitt rauðbrúnt.
Haraldur Johannessen gaf þessi spil út árið 1943. Þau eru einskonar “stéttaspil”, á mannspilunum eru myndir af lækni, hjúkrunarkonu, presti, bónda, sjómanni o.s.frv. Það var Eggert Guðmundsson listmálari sem teiknaði þau í litum. Þessi spil komu út aftur, örlítið breytt, árið 1944.
Munur á útgáfum:
Á báðum útgáfum er teikning af Geysi í Haukadal framan á pökkunum en það er ekki sama teikningin. Á seinni útgáfunni er nafnið Geysir teiknað neðast á teikninguna en ekki á þeirri fyrri.
Á fyrstu útgáfu er textinn “Íslenzk Geysis Spil” neðan við myndina á pakkanum en á seinni útgáfunni er textinn “Geysir Íslenzk Spil”.
Pakkamyndin á seinni útgáfunni er víst ekki eftir Eggert Guðmundsson listmálara heldur Stefán Jónsson.
Aftan á pökkunum er sama mynd og á spilabaki. Á enda pakkans í fyrri útgáfunni er textinn “54 spil” en á seinni útgáfunni er textinn “Nr.7″ og á pakkaloki textinn “Með einkarétti”.
Á jókernum sem þú sérð á myndunum hér fyrir neðan er mynd af narra sem situr klofvega ofan á tunnu og fyrir neðan hana er textinn “MYNDIRNAR GERÐI EGGERT GUÐMUNDSSON, ÖLL RÉTTINDI ÁSKILIN”
Myndirnar hér fyrir neðan eru af spilastokk úr fyrri útgáfu.
Hér fyrir neðan sjáið þið mynd af öðrum spilastokknum sem er til í safninu, stokkurinn lítur frekar illa út en spilin sem eru á myndunum hér fyrir ofan eru úr pakkanum og þau eru í mjög góðu ástandi eða ónotuð. Einnig hefur nú bæst í safnið blár stokkur úr sömu útgáfu, stokkurinn sjálfur er í svipuðu ástandi og sá rauði en spilin í honum eru nokkuð notuð.
No comments yet.